12 gestarapparar á einu og sama laginu: Trae the Truth feat. Snoop, Royce, Fabolous ...

Fréttir

Ein af plötum ársins 2018 var Whack World eftir bandaríska rapparann Tierra Whack. Um ræðir 15 laga hljómplötu þar sem öll lög plötunnar eru einungis ein mínúta á lengd. Engir gestir koma við sögu á plötunni.

Nánar: http://ske.is/grein/tierra-wha...

Svo virðist sem samlandi Tierra Whack, rapparinn Trae the Truth, hafi kosið aðra nálgun hvað lagið I'm On 3.0 varðar; lagið, eitt og sér, er næstum jafn langt og platan Whack World í heild sinni—og koma hvorki meira né minna en 12 gestarapparar við sögu í laginu, ásamt söngvurunum Mark Morrison (sem er hvað þekktastur fyrir lagið Return of the Mack), Dram og Gary Clark, Jr. 

Trae the Truth gaf út myndband við lagið í gær (sjá hér að ofan) og bregður öllum gestum lagsins fyrir í myndbandinu.  

Hér er listi yfir þá rappara sem eiga erindi í laginu, í réttri röð:

Trae the Truth
T.I.
Dave East
Tee Grizzly
Royce 5'9''
Curren$y
Snoop Dogg
Fabolous
Rick Ross
Chamillionaire
G Eazy
Styles P
E-40

Lagið I'm On 3.0 er lokalag plötunnar Tha Truth, Part 3.