50 Cent deilir lífseigri falsfrétt um íslenskar konur á Facebook

Fréttir

Í fyrrasumar birti norður-afríska bloggsíðan The Spirit Whispers grein undir yfirskriftinni Vegna skorts á karlmönnum lofar Ísland innflytjendum fimm þúsund dollurum fyrir að gifast íslenskum konum.

Nánar: http://www.thespiritwhispers.c...

Lögðu fjölmargir lesendur trúnað við greinina og gripu sumar íslenskar konur til þess ráðs að loka fyrir vinabeiðnir á Facebook í kjölfarið.

„Slík var ásóknin,“ ritar blaðamaðurinn Jakob Bjarnar í grein sem birtist á Vísir.is þann 30. júní 2016 og vísar í Facebook-færslu Þórunnar Ólafsdóttur: 

„Allir eru að tala um Ísland. Nú gengur póstur um netið á arabísku þar sem segir að íslenskur ráðherra hafi lofað þeim útlendingum sem giftast Íslendingum fimm þúsund dollurum í brúðargjöf. Ástæðan er sögð vera að við þurfum fleira fólk því Ísland sé svo fámennt. Fólk tekur þessu með fyrirvara en þið getið ímyndað ykkur spurningaflóð dagsins.“

– Þórunn Ólafsdóttir

Nánar: http://www.visir.is/g/20161606...

Þrátt fyrir að hér væri um augljós ósannindi að ræða hefur þessi falsfrétt verið ótrúlega lífseig; sambærilegar greinar hafa dúkkað upp á netinu með reglulegu millibili síðan að upprunalega færslan birtist.

Síðastliðinn 23. september deildi rapparinn 50 Cent hlekk á grein af þessu tagi á Facebook-síðu sinni – en þó svo að innihald greinarinnar rengi fyrirsögn hennar (Talið er að Ísland borgi þér tvö þúsund dollara fyrir að giftast íslenskri konu) þá virðist sem að rapparinn hafi látist blekkjast.

„Sturlað,“ skrifar hann við fyrrnefnda færslu. 

Fjölmargir aðdáendur rapparans hafa brugðist við greininni á Facebook (um 650 manns hafa deilt færslunni), sumir þeirra hafa reynt að benda rapparanum á að fyrirsögnin væri villandi – á meðan aðrir slá á létta strengi:

"If you read the article it will tell you that this is a hoax. The Icelandic government even had to step in to stop the rumors about this being a possibility. You want $2,000 a month? Get a job..." 

– Michael West

"I can't belive there are guys on here commenting about doing this...... Instead of wasting your time commenting u can be researching how a ni$#a like me can get in touch with this deal.... smh grow up guys."

– Aloysious Bowah

"......The inbreeding has become unbearable, everyone on that patch of ice is related somehow, so this is now their desperate 
solution to enrich the Icelandic gene pool of inbreds.....lmao!"

– Harry N. Mumba

"ummm, if she looks like that you won't have to pay me, I'd be happy to just to be with her..."

– Chad Kook

"The amount of ignorance and just pure stupidity in this comment section is honestly kind of alarming."

– Caleb Harman

Nánar: https://www.facebook.com/50cen...

http://www.culturehook.com/56-...