A$AP Rocky og Skepta leiða hesta sína saman í nýju myndbandi: "Praise the Lord"

Fréttir

Í lok maí gaf rapparinn A$AP Rocky út plötuna Testing. Platan inniheldur 15 lög og skartar góðum gestum á borð við Moby, T.I., Kid Cudi, FKA Twigs og fleirum. 

Í dag gaf rapparinn svo út myndband við lagið Praise the Lord (sjá hér að ofan) og á breski rapparinn Skepta einnig erindi í laginu. Myndbandið var skotið í Lundúnum og í Harlem og hefur það fengið góðar viðtökur frá hlustendum; í þessum rituðu orðum er lagið 15. vinsælasta lagið á Youtube (#15 Trending).  

Hér fyrir neðan er svo platan Testing í heild sinni á Spotify.