„Bjartari tímar rétt handan við hornið.“ – AFK gefur út myndband við "You Know"

Fréttir

Reykvíski tónlistarmaðurinn AFK gefur einvörðungu út ný lög 13. hvers mánaðar. Í dag (13. janúar) er akkúrat eitt ár liðið frá því að hann gaf út sitt fyrsta lag (Black) og – staðráðinn í því að viðhalda þessari hefð – var AFK að gefa út nýtt lag rétt í þessu (sjá hér fyrir ofan).

Lagið ber titilinn You Know og fjallar að hluta til um stress: „Lagið fjallar um þessa tilhneigingu til þess að ofhugsa hlutina og stressið sem því fylgir. Stundum skortir manni viljastyrk. Lagið snertir einnig á þessari yfirþyrmandi tilfinningu að það sé engin leið út. Andartakið varir ekki,“ segir AFK í fréttatilkynningu sem fylgir útgáfu lagsins.

Myndbandinu leikstýrði Markus Rowntree sem leitaðist við að fanga dimmu tilfinningar lagsins:

„Myndbandið sýnir Yin og Yang lífsins: eiturlyf og reglusemi, hið góða og hið slæma, náttúru og stríð, erfiðleika og sigra ... það er mikilvægt að hafa það hugfast að bjartari tímar eru ávallt rétt handan við hornið.“

– AFK

Að lokum má þess geta að lagið You Know er einnig aðgengilegt á Spotify en þar geta hlustendur jafnframt hlýtt á plötuna Wasting My Time sem AFK gaf út í fyrra.


Facebook-síða AFK: https://www.facebook.com/andrifk13/

Nánar: https://www.afk13.com/