Alexander Jarl flytur púla púla í Kronik

Tónlist

17. þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið síðastliðinn 1. apríl. Gestir þáttarins voru þeir DJ Kocoon og Alexander Jarl en sá síðarnefndi flutti þrjú lög í beinni, þar á meðal lagið púla púla (sjá hér fyrir ofan).

Þess má einnig geta að Jarlinn gaf út myndband við lagið tveimur dögum seinna, eða þann 3. apríl (sjá hér fyrir neðan).