"All Star" var samið fyrir fólk sem var lagt í einelti fyrir að hlusta á Smash Mouth

Áhugavert

Nýverið rataði áhugaverð grein á forsíðu Reddit og þá í flokknum TIL, eða Today I Learned (Í dag lærði ég ...) en þar vísar einn notandi síðunnar í uppgötvun sína þess efnis að lagið All Star—sem naut mikilla vinsælda árið 1999—eftir hljómsveitina Smash Mouth var að hluta til samið til þess að hughreysta aðdáendur sveitarinnar sem voru lagðir í einelti fyrir það að, jú, vera aðdáendur sveitarinnar.

Nánar: https://www.reddit.com/r/today...

Í greininni vísar notandinn racer5001 í viðtal blaðamannsins Carl Wiser, fyrir hönd vefsíðunnar songfacts.com, við lagahöfundinn Greg Kamp úr Smash Mouth. Í viðtalinu spyr Wiser: „All Star er annars vegar mjög augljóst lag en hins vegar er það aðeins dýpra en margan grunar ... geturðu sagt okkur frá því.“

Greg Camp svarar þá með eftirfarandi orðum:

„Já, við vorum að fylgja eftir útgáfu fyrstu breiðskífu okkar með þar til gerðu tónleikaferðalagi. Þetta var á þeim tíma þar sem aðdáendur rituðu enn bréf til átrúnaðargoða sinna með blýanti á blað og fengum við oft til okkar stóra poka fulla af aðdáendabréfum. Við tókum þessa poka með okkur á almenningsþvottahús (laundromat) og á meðan við biðum eftir því að þvotturinn okkar þornaði lásum við bréfin. En sú var raunin að 85-90% þessara bréfa var ritað af ungu fólki sem, að eigin sögn, var lagt í einelti af systkinum sínum eða öðrum fyrir það að hlusta á Smash Mouth, eða fyrir það að hafa dálæti á því sem það hafði dálæti á, o.s.frv. Í kjölfarið ákváðum við að semja lag tileinkað þessu fólki ... 'All Star' var hugsað sem uppbyggilegt lag sem átti að styrkja sjálfstraust hlustenda.“

– Greg Camp (Smash Mouth)

Áhugasamir geta lesið viðtalið í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Nánar: http://www.songfacts.com/blog/...

Að lokum má þess geta að annar notandi Reddit, RobertBorden, brást við þessum upplýsingum með eigin kaldhæðnislegu upplifun: 

„Í ljósi þessa upplýsinga er það frekar sposkt að strákurinn sem lagði mig í einelti í barnaskóli var fremur holdugur strákur sem klæddist gjarnan boli merktum Smash Mouth—og það sem kemur kannski enn meira á óvart er að faðir hrekkjusvínsins fór skóla á milli til þess að tala gegn einelti.“

– RobertBorden