Allt það sem er að gerast í rappinu í sumar: Young Thug, Wayne, o.fl.

Viðburðir

Í gær lét sniðugt gamalmenni í Hafnarfirðinum eftirfarandi orð falla:

„Í sumar mun margt furðulegt fólk halda til Íslands. Þar á meðal maður sem kallar sig Ungur Bófi, en hann ætlar að halda tónleika í Laugardalshöllinni. Svo ætlar hann Ríkharður Rósenberg að mæta í Laugardalinn, ásamt Stóra Seimi, Andra Patreki, Abel Sólmari og konu sem heitir í höfuðið á Menntaskólanum á Akureyri. Já, svo er það hann Litli Veigur, hann verður víst líka í Höllinni – en ég er nú kannski spenntastur fyrir Peysujarlinum.“

Ekki verður greint frá höfundi þessara orða í þessari grein en aðeins áréttað að umrætt gamalmenni hafi verið að velta fyrir sér þeirri miklu rappveislu sem er í vændum á Íslandi í sumar og gert sér leik úr því að íslenska listamannanöfn þeirra rappara sem leggja leið sína til landsins: Young Thug, Rick Ross, Big Sean, Anderson .Paak, Ab-Soul, Young MA, Lil' Wayne og Earl Sweatshirt. 

Það er óhætt að segja að það verði nóg að SKE hvað rapptónlist varðar á Íslandi í sumar:


1. RAPPPORT  / RAPPPORT RAPPPORT RAPPPORT RAPPPORT 

Hvar: Kex Hostel (Skúlagata 28, 101 RVK)
Hvenær: Laugardaginn 20. maí 
Fram Koma: Sevdaliza, GKR, Alvia, Forgotten Lores, Sturla Atlas, Cyber

„Laugardaginn 20. maí munu Red Bull Music Academy og KEX Hostel leiða saman hesta sína á fyrstu árlegu eins dags rapp-hátíðinni RAPPPORT. RAPPPORT verður haldin í portinu fyrir aftan KEX Hostel. Íranska tónlistarkonan SEVDALIZA sem nýverið gaf út sína fyrstu breiðskífu, ISON, snýr aftur til Reykjavíkur eftir að hafa spilað á Sónar Reykjavík í Hörpu í fyrra. Ásamt SEVDALIZA og hljómsveit hennar koma einnig fram GKR, Alvia, Forgotten Lores, Sturla Atlas og Cyber.“ 

Nánar: https://www.facebook.com/event...


2. LÓA 2017 / LÓA 2017  / LÓA 2017  / LÓA 2017  / LÓA 2017 

Hvar: Prikinu 
Hvenær: Laugardaginn 27. maí
Fram Koma: Egill Spegill, DJ B-Ruff, Young Nazareth, Logi Pedro, Karítas, Rampage, Herra Hnetusmjör, Birnir, Plútó

Hin árlega DJ-veisla á Prikinu verður haldin laugardaginn 27. maí. 


3. SECRET SOLSTICE 2017 / SECRET SOLSTICE 2017  

Hvar: Laugardalnum
Hvenær: fimmtudaginn 15. júní – sunnudagsins 18. júní
Fram Koma: Rick Ross, Big Sean, Young M.A., Anderson .Paak, Ab Soul og fleiri. 

„Eins og síðustu ár verða ýmis stór nöfn í boði á Secret Solstice hátíðinni í sumar. Þetta ár verður sérstaklega stórt í rappdeildinni en nokkrir af stærstu listamönnum heimsins munu mæta í Laugardalinn í sumar ...“

Nánar: http://secretsolstice.is/

http://www.visir.is/g/20171703...


4. YOUNG THUG KRONIK VEISLA / YOUNG THUG KRONIK VEISLA 

Hvar: Laugardalshöllinni
Hvenær: 
föstudaginn 7. júlí
Fram Koma: Young Thug, Krept & Konan, Emmsjé Gauti, Aron Can, Alvia Islandia, Úlfur Úlfur, Gísli Pálmi, Sturla Atlas, Herra Hnetusmjör, Birnir, Alexander Jarl, Benni B-Ruff, Egill Spegill, DJ Karitas

„Einn vinsælasti rapparinn í heiminum í dag Young Thug er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Laugardalshöllinni föstudaginn 7. Júlí. Um er að ræða sannkallaða rappveislu sem verður talsvert umfangsmeri en sem nemur hefðbundnum tónleikum. Breska sveitin Krept & Konan kemur einnig fram ásamt Emmsjé Gauta, Aroni Can og Alviu Islandia ... Nú hafa enn fleiri listamenn verið tilkynntir til leiks. Þeir listamenn sem bætast við eru Úlfur Úlfur, Gísli Pálmi, Sturla Atlas, Herra Hnetusmjör, Birnir, Alexander Jarl, Benni B-Ruff, Egill Spegill og Karitas.“

Nánar: https://www.facebook.com/event...


5. POST MALONE Í HÖRPUNNI / POST MALONE Í HÖRPUNNI

Hvar: Í Hörpunni
Hvenær: 
þriðjudaginn 11. júlí
Fram Koma: Post Malone, Alexander Jarl, Auður

„Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar er á leiðinni til landsins! Hinn eini sanni Post Malone mun spila í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí 2017. Og nú er komið í ljós hverjir hita upp; það eru Alexander Jarl og Auður.“

Nánar: https://www.facebook.com/event...


6. NIGHT + DAY FESTIVAL / NIGHT + DAY FESTIVAL / NIGHT + DAY FESTIVAL

Hvar: Við Skógafoss 
Hvenær: föstudaginn 14. júlí
Fram Koma: The XX, Earl Sweatshirt og fleiri

„Night + Day hátíðin er á vegum hljómsveitarinnar The xx sem hefur haldið samskonar hátíðir víða um heim með góðum árangri, til dæmis í Lissabon, Berlín og Tullum í Mexikó. Markmiðið með hátíðinni er að halda tónleika á stöðum þar sem ekki hafa verið haldnir tónleikar áður. Hluti af aðgangseyri hátíðarinnar verður settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss.“

Nánar: https://www.facebook.com/event...

http://www.visir.is/g/20171705...


7. LIL WAYNE Í HÖLLINNI / LIL WAYNE Í HÖLLINNI / LIL WAYNE Í HÖLLINNI /

Hvar: Laugardalshöllinni
Hvenær: Í byrjun ágústmánaðar
Fram Koma: Lil Wayne

„Bandaríski rapparinn Lil Wayne er væntanlegur til landsins í sumar. Hann mun halda tónleika í Laugardalshöllinni í byrjun ágústmánaðar, samkvæmt heimildum Vísis.“

Nánar: http://www.visir.is/g/20171705...

Orð: RTH