Alvia gefur út Elegant Hoe „milkshake“ og myndband

Íslenskt

Í gær (17. maí) fagnaði rapparinn Alvia útgáfu  „milkshake-sins“ (annað orð yfir mixteip skv. Alviu) Elegant Hoe á Prikinu. Í tilefni útgáfunnar frumsýndi Alvia einnig myndband við fyrsta lag plötunnar Enter the Gum (sjá hér fyrir ofan). Lagið pródúseraði Hermann Bridde og var það Berglaug Petra Garðarsdóttir sem leikstýrði myndbandinu. 

Áhugasamir geta niðurhalað plötunni Elegant Hoe á vefsíðunni 
www.gumgumclan.com en platan inniheldur níu lög (sjá hér fyrir neðan). SKE mælir sérstaklega með lögunum Landi í Kókómjólk, Fær ekki á mig og Elegant Hoe en myndband við hið síðastnefnda rataði á Youtube síðastliðinn 21. apríl. 

Þess má einnig geta að Alvia var gestur útvarpsþáttarins Kronik síðastliðið laugardagskvöld (13. maí) þar sem hún flutti lagið Enter the Gum í beinni. Einnig kynnti hún lagið Bad Boys Bitches Blaze eftir stöllu sína Völu Crunk sem var spilað í fyrsta skipta á öldum ljósvakans í þættinum (sjá hér fyrir neðan).