Alvia og Vala Crunk spila nýtt lag í Kronik (myndband)

Tónlist

Síðastliðinn laugardag (13. maí) kíkti Alvia Islandia við í útvarpsþáttinn Kronik ásamt rapparanum Völu Crunk. Tilefni heimsóknarinnar var frumflutningur lagsins Bad Boys Bitches Blaze (sjá hér fyrir ofan) á öldum ljósvakans.

Ásamt því að spila nýtt lag fyrir hlustendur spjallaði Alvia við umsjónarmenn þáttarins um væntanlega útgáfu: Næstkomandi miðvikudag (17. maí) gefur rapparinn út „milkshake-inn“ (annað orð yfir mixteip skv. Alviu) Elegant Hoe:

„Hægt verður að ,download-a' sjeiknum á www.gumgumclan.com og það verður massa teiti á Prikinu 17. maí þegar platan lítur dagsins ljós.“ 

– Alvia Islandia

Nánari upplýsingar um útgáfuteitið á Prikinu: 

https://www.facebook.com/event... 

Þess má einnig geta að ekki er langt síðan að Alvia gaf út myndband við titillag
plötunnar (sjá hér fyrir neðan) Elegant Hoe. Lagið pródúseraði Hermann Bridde
og var myndvinnsla í höndum Árna Geirs.

Alvia Islandia hefur getið sér gott orðspor undanfarin misseri en hún gaf út plötuna Bubblegum Bitch í fyrrra sem hlaut Kraumsverðlaunin. Ásamt því að spila á Sónar og á AK Extreme gaf Alvia einnig út myndband við lagið Felis Lunar í janúar við góðar undirtektir.