Aminé og Missy Elliott saman í „remix-i“ af Redmercedes

Erlent

Í dag (19. maí) sendi bandaríski rapparinn Aminé frá sér endurhljóðblandaða útgáfu af laginu Redmercedes á SoundcloudSér til halds og trausts í laginu eru Missy Elliott og AJ Tracey. Vart er hægt að ímynda sér betra bít fyrir Missy Elliott til þess að rappa yfir en það er óneitanlega einhver Timbaland keimur af hljóðheimi lagsins. Líklegt þykir að þessi Timbaland fílingur lagins hafi leitt til samstarfs Missy og Aminé en nokkrir aðdáendur Aminé höfðu orð á líkingunni við útgáfu upprunalega lagsins.

Adam Aminé Daniel fæddist árið 1994 í Bandaríkjunum. Hann er þekktastur fyrir lagið Caroline (sjá hér fyrir neðan) sem kom út í mars í fyrra. Á ferli sínum hefur Aminé gefið út eina EP plötu, En Vogue (2014) og tvö mixteip, Odyssey to Me (2014) og Calling Brio (2015).