Anderson .Paak endurhljóðblandar "Bubblin" í samstarfi við Busta Rhymes

Fréttir

Í gær (12. júlí) bárust þær fréttir að Dr. Dre væri nú að leggja lokahönd á nýjustu plötu bandaríska tónlistarmannsins Anderson .Paak. 

Nánar: https://twitter.com/PigsAndPla...

Platan ber titilinn Oxnard, Ventura (samkvæmt vefsíðunni HypeBeast) og hefur Anderson .Paak þegar gefið út tvö lög sem verða að finna á plötunni: Til' It's Over og Bubblin—en í gær gaf .Paak út endurhljóðblandaða útgáfu af síðarnefnda laginu sem skartar goðsögninni Busta Rhymes (sjá hér að ofan).

Nánar: https://hypebeast.com/2018/7/d...

Hér fyrir neðan er svo hlekkur á grein SKE um samstarf Dr. Dre og Anderson .Paak ásamt viðtal við íslenska tónlistarmanninn Daða Frey Pétursson, sem er mikill aðdáandi Anderson .Paak.

Nánar: http://ske.is/grein/nytt-fra-a...