André 3000 (Outkast) gefur út tvö ný lög í tilefni mæðradagsins

Fréttir

Mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær (13. maí) en algengast er að þjóðir láti hann bera upp á annan sunnudag maímánaðar ár hvert. Þannig var það til dæmis á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Uppruni mæðradagsins—eins og hann er haldinn í dag—á rætur að rekja til Bandaríkjakonunnar Anna Jarvis. Í raun var það móðir Jarvis, Anna Reeves Jarvis, sem átti hugmyndina að deginum en þegar hún lést árið 1905 barðist dóttir hennar fyrir því að dagurinn yrði haldinn hátíðlegur. Níu árum síðar, árið 1914, lögfesti Woodrow Wilson, þáverandi Bandaríkjaforseti, mæðradaginn formlega (Síðar varð mæðradagurinn of commercial fyrir smekk Anna Jarvis).

Nánar: https://edition.cnn.com/2018/0...

Í tilefni mæðradagsins gaf tónlistarmaðurinn André 300 (hinn helmingur tvíeykisins Outkast) út tvö ný lög á Soundcloud (sjá hér að neðan). Um ræðir lögin Me&My (To Bury Your Parents) og Look Ma No Hands. André spilar á klarínett og bassa í laginu Me&My (To Bury Your Parents). Lagið Look Ma No Hands er 17-mínútna langt djasslag en í laginu spilar André á bassaklárínett og er það enski tónlistarmaðurinn James Blake sem spilar á píanó. Bæði lögin voru samin fyrir nokkrum árum síðan.


Móðir André, Sharon Benjamin Hodo, lést í maí árið 2013. Stuttu áður en André gaf lögin út á Soundcloud deildi hann einnig síðustu sms-skilaboðum móður sinnar á Instagram og þá undir yfirskriftinni Happy Mother's Day (#momslastwords). Þá deildi hann einnig texta lagsins Me&My (To Bury Your Parents) og lét eftirfarandi skilaboð fylgja með: „Ég veit að öll kortin, öll blómin, allir kvöldverðirnir og allar gjafirnar eru vel þegnar en ég hef lært það að besta gjöfin sem foreldrar fá er að vita að börnin þeirra séu heilbrigð.“

Nánar: https://www.instagram.com/ther...