Árið 2017 í íslenskum rappmyndböndum

Tónlist

Nú er fyrsti ársfjórðungur 2017 liðinn og því tímabært að renna yfir rekstur íslensks rapps, en rekstur gekk vel á fyrsta ársfjóðungi: fyrstu þrír mánuðir ársins einkenndust af miklum hagvexti, góðæri og uppsveiflu. 

SKE reiknast til að íslenskir rapparar gáfu út nýtt myndband á fjögurra daga fresti, að meðaltali. Hér fyrir neðan má rekja tímalínu íslenskra rappmyndbanda á fyrsta ársfjórðungi (listinn er ekki tæmandi). 22 myndbönd alls, alls ekki amalegt.

5. janúar 2017: GKR  – Elskan af því bara

Lagið má finna á EP plötunni GKR sem kom út í fyrra.

11. janúar 2017: Shades of Reykjavík – Aðein$ of feitt

Af plötunni RÓS sem SOR gaf út í ár.

13. janúar 2017: Dadykewl & HRNNR – Lada

HRNNR og Dadykewl kasta kveðju á Lada eigendur sem, að þeirra sögn, halda þessu sönnu.

13. janúar 2017: Landaboi$ – Matrix

Landaboi$ kæra sig ekki um órökstutt hatur, sbr. viðtal við SKE á árinu:

http://ske.is/grein/kaerum-okk...

17. janúar  2017: Black Pox – Feluleikur

Black Pox sló í gegn í útvarpsþættinum Kronik í byrjun mars þar sem hann flutti lagið Feluleikur í beinni ásamt því að freestyle-a yfir Juicy (sjá rás Kronik á Youtube).

20. janúar 2017: Icy G feat. $leazy – Hugo

Fínasta lag.

23. janúar 2017: Alvia Islandia & Safira – Felis Lunar

SKE frumsýndi myndband Alviu og Safiru við lagið Felis Lunar í lok janúar en myndbandið var tekið upp á 24 tímum í Svíþjóð.

30. janúar 2017: Vald Wegan – Biðin

Fyrsta lagið af EP plötunni Útivera.

30. janúar 2017: Reykjavíkurdætur – Kalla mig hvað?

Myndbandið byggist á norsku sjónvarsseríunni SKAM. 

11. febrúar 2017: Kristmundur Axel – Spartacus

Kristmundur fer aftur á kreik.

15. febrúar 2017: JóiPé og KRÓLI – Spreða

Jóipé og Króli eru tvö saklaus fiðrildi sem stefna á tunglið, sbr. viðtal við SKE:

http://ske.is/grein/tvo-saklau...

17. febrúar 2017: Dabbi T – King

Dabbi T gaf út EP plötuna T fyrir stuttu en lagið inniheldur meðal annars lagið King.

20. febrúar 2017: Lord Pusship x FEVOR – GTA

Pusswhip var fjór á fyrsta ársfjórðungi.

24. febrúar 2017: Dadykewl – Ástralía

Fá íslensk rappmyndbönd hafa fengið jafn mörg ,views' og myndbandið við lagið Ástralía eftir Dadykewl.

26. febrúar 2017: Lord Pusswhip – Á mínu paunksjitti

Pusswhip á sínu paunksjitti.

27. febrúar 2017: Sturla Atlas – Time

Sturla Atlas kíkti við í Kronik 11. febrúar og flutti eitt lag af plötunni 101 Nights í mars.

3. mars 2017: Birnir – Sama tíma

Aron Can og Sturla Atlas ,co-sign-a' fyrir Birnir í myndbandi við lagið Sama tíma.

Nánar: http://ske.is/grein/thad-er-sa...

11. mars 2017: Geisha Cartel – Enginn tími

Geisha Cartel kom fram á Stage Dive Fest á Húrra í febrúar og heillaði áhorfendur upp úr skónum.

13. mars 2017: Aron Can – Fullir vasar

Án efa eitt stærsta myndband 2017, Aron Can stelur senunni að vanda.

22. mars 2017: Lord Pusswhip – Jónínaben

Pusswhip dælir þessu út eins og vél.

27. mars 2017: Emmsjé Gauti feat. Herra Hnetusmjör – Þetta má

Hnetusmjör og Gauti í bílaleik.

29. mars 2017: KÁ-AKÁ feat. Bent – Yuri

Bjartasta von norðurlandsins snýr aftur.