Aron Can, Emmsjé Gauti og Herra Hnetusmjör á nýrri plötu tvíeykisins JóiPé x Króli: "Afsakið Hlé"

Síðastliðinn mánudag gaf tvíeykið JóiPé x Króli út myndband við lagið Þráhyggja (sjá hér að ofan) en samhliða útgáfunni tilkynnti hljómsveitin að lagið yrði að finna á nýrri plötu, Afsakið Hlé—sem rataði inn á Spotify laust eftir miðnætti í gær (sjá hér að neðan).

Platan inniheldur 17 lög og skartar góðum gestum á borð við Emmsjé Gauta, Herra Hnetusmjör og Aron Can. Plötuumslagið hannaði Anna Maggý en hún leikstýrði jafnframt fyrrnefndu myndbandi við lagið Þráhyggju. Taktsmíð var í höndum Þormóðs Eiríkssonar að undanskildum lögunum Stoppa í Smá (sem Þormóður pródúseraði í samstarfi við Ásgeir Kristján Karlsson), Grunnar Týpur (sem Þormóður pródúseraði í samstarfi við JóiPé x Króli), Þráhyggja (sem Þormóður pródúseraði í samstarfi við Starra Snæ) og lagið Hvar Er Ég Núna (sem Starri Snær pródúseraði).

Forvitnilegt verður að sjá hvort að lög plötunnar Afsakið Hlé rati inn á lista Spotify yfir vinsælustu lög Íslands en öll átta lög plötunnar Gerviglingur—fyrsta plata tvíeykisins—röðuðu sér, við útgáfu plötunnar, í átta efstu sæti Spotify.

Hér fyrir neðan geta áhugasamir einnig lesið viðtal SKE við tvíeykið frá því í byrjun árs 2017.

Nánar: http://ske.is/grein/tvo-saklau...