Aron Can gefur út nýtt myndband: „Er svo fokkin ánægður með þetta.“

Íslenskt

Síðastliðinn 16. febrúar gaf tónlistarmaðurinn Aron Can út lagið Aldrei Heim á Spotify en nú rúmri viku síðar hefur myndband við lagið litið dagsins ljós (sjá hér að ofan).

Myndbandinu leikstýrir Hlynur Snær Andrason og fer Aron Can með aðalhlutverk myndbandsins ásamt Melkorku Pitt. 

Í tilkynningu sem fylgdi útgáfu lagsins á Facebook-síðu rapparans var Aron Can auðmjúkur að vanda: 

„Er svo fokkin ánægður með þetta og vonandi eruð þið jafn ánægð (með) stráginn ykkar. Takk Hlynur fyrir að gera þetta með mér, frá því að þetta litla lag var demó. Takk Andri og hans crew fyrir frábæra vinnu, hvort sem hún var aftan á pallbíl eða ofan í sundlaug. Alexis, Sigga, Ísak, Birna, Kristjana, Melkorka takk fyrir ALLT. Jón Bjarni og Aron Rafn eins og alltaf. Það er annars allt of langur listi af fólki sem kom að þessu og lét þetta verða að veruleika og ég er óendanlega þakklátur: Þið vitið hver þið eruð.“

– Aron Can

Hér fyrir neðan geta áhugasamir svo lesið umfjöllun SKE um lagið Aldrei heim en í greininni er farið yfir nokkur lög sem gera sambærilegum tilfinningum góð skil.

Nánar: http://ske.is/grein/aron-can-o...