Aron Can gefur út tvö ný lög á Spotify: Geri ekki neitt / Óþekk

Íslenskt

Ungstirnið Aron Can er á miklu flugi um þessar mundir. Ekki nóg með það að einn notandi streymisveitunnar Spotify hafi hlýtt á lagið Fullir vasar í milljónasta skiptið í vikunni – heldur gaf Aron Can einnig út tvö ný lög stuttu síðar en hér fyrir neðan geta lesendur hlustað á lögin tvö.

Fyrra lagið ber titilinn Geri ekki neitt og er það unnið í samstarfi við Unstein Manuel .


Síðara lagið ber titilinn Óþekk.

Þess má einnig geta að Aron Can treður upp á Þjóðhátíð í Eyjum í byrjun ágúst.

Nánar: http://www.visir.is/g/20171704...