Ástralska pönksveitin The Chats gefur út nýtt myndband: „Besta mullet allra tíma.“

Fréttir

Í gær (3. desember) gaf ástralska pönk sveitin The Chats út myndband við lagið Bus Money (sjá hér að ofan). 

Myndbandið hefur vakið  mikla lukku meðal aðdáenda sveitarinnar—sem og hárgreiðsla Eamon Sandwith, söngvara The Chats; eins og einn netverji orðaði það í athugasemdakerfi Youtube er hér á ferðinni Eitt besta mullet allra tíma, sumsé mullet með pottaklippingu ("Sweetest mullet ever, bowl cut mullet.")

Þó svo að myndbandið—sem tekið var upp í Electric Ballroom í Lundúnum síðastliðinn 23. október—hafi komið út í gær er lagið sjálft að finna á plötunni Get This In Ya sem kom út í fyrra.

Nánar: https://en.wikipedia.org/wiki/...

Platan er aðengileg í heild sinni á Spotify. 


Hljómsveitin The Chats er hvað þekktust fyrir lagið Smoko sem er einnig að finna á ofangreindri plötu. Mullet-ið hans Eamon Sandwith er ekki síður stórbrotið í myndbandinu við lagið.