Auralaus og auðmjúkur—Samm Henshaw: "Broke"

Fréttir

Ástin spyr ekki um aldur—en stundum forvitnast hún um fjármálin, þ.e.a.s. ef eitthvað er að marka texta lagsins Broke sem breski tónlistarmaðurinn Samm Henshaw gaf út á dögunum (sjá hér að ofan). 

Í laginu biðlar tónlistarmaðurinn til fyrrverandi kærustu sinnar—sem sagði honum upp í kjölfar atvinnumissis—að byrja aftur með sér. Lofar hann að taka sig á: að sofa minna og vinna meira, að gefa sér tima fyrir sambandið, að slá ekki slöku við.

Lagið rataði inn á Spotify síðastliðinn 7. september.