Bó og Herra Hnetusmjör með collab aldarinnar

Björgvin Halldórsson og Herra Hnetusmjör gerðu sér lítið fyrir og hentu í collab sem kemur út á miðnætti.

Björgvin Halldórsson er alltaf með puttan á púlsinum og duglegur að fá helstu listamenn þjóðarinnar með sér á jólatónleikana sína. Herra Hnetusmjör verður sérstakur gestur í ár og að því tilefni fóru þessir kóngar íslenska tónlistarbransans saman í stúdíóið og tóku upp eitt stykki smell.

Lagið kemur út á miðnætti.