Fleiri bregðast við Gauta á Youtube: „Örugglega rússneskur.“

Tónlist

Í byrjun vikunnar sagði SKE frá því að Youtube rásin Cream Clout hafisent frá sér
nýtt myndband þar sem félagarnir Curls og Marc bregðast við laginu Reykjavík 
eftir Emmsjé Gauta. 

Nánar: http://ske.is/grein/tveir-band...

Síðan þá hafa tvö ný myndbönd ratað inn á Youtube þar sem erlendir hlustendur hlýða á lagið Strákarnir eftir hinn íslenska Gauta.

Myndböndin eru langt frá því að vera jafn vinsæl og myndbönd Cream Clout – en um ræðir Youtube rásir með talsvert færri fylgjendur – en verða, samt sem áður, að teljast athyglisverð; bæði Florina og Alazon virðast sannfærð um að Gauti sé rússneskur.

"Is this like Russian or German?"

– Florina Desu

"I think it's Russian, maybe?"

– Alazon

Hér fyrir neðan er svo fyrrgreint myndband frá Cream Clout.