BBC ritskoðar Reykjavíkurdætur í beinni: „Ég er tófa tits mömmusokkur.“

Íslenskt

Síðastliðinn 10. apríl voru Reykjavíkurdætur gestir útvarpsþáttarins BBC Radio 1 í breska ríkisútvarpinu. Ásamt því að spjalla við umsjónarmann þáttarins Huw Stephens fluttu Dæturnar einnig lagið Ógeðsleg í beinni.

Flutningurinn heppnaðist vel þrátt fyrir eina merka staðreynd (sem gerði flutninginn ívið erfiðari): Texti Dætranna var ritskoðaður fyrirfram í samræmi við stefnu ríkisútvarpsins – og voru mörg blótsyrði tekin út jafnvel þó að sum þeirra væru alíslensk.

Frá þessu greindi Steiney Skúladóttir í samtali við SKE í vikunni:

„Við þurftum að breyta svo miklu því það mátti semí ekki segja neitt og útkoman var því frekar skrautleg. Þess má einnig geta að erindið hennar Blævar, sem Kolfinna flutti fyrir hennar hönd í þættinum, var ekki ritskoðað, en þar sem Kolfinnu langaði að vera með ákvað hún sjálf að ritskoða orðið ,pæja' með því að breyta því í ,rækja.'“

– Steiney Skúladóttir

Líkt og að Steiney segir var niðurstaða ritskoðunarinnar brosleg á köflum. Hér fyrir ofan geta lesendur borið saman upprunalegu útgáfu lagsins við flutning Reykjavíkurdætra á laginu í BBC Radio 1. Hér fyrir neðan er einnig hægt að sjá muninn á textanum fyrir og eftir ritskoðun.

1. RÆKJA

Upprunalegi texti:

Ég er PÆJA og í því að rappa /
Er ég sú færasta /

Ritskoðaður texti:

Ég er RÆKJA og í því að rappa /
Er ég sú færasta /

2. „MÖMMUSOKKAR

Upprunalegi texti:

Ég er engri lík, tík, Ég er tófa /
Bitch motherfuckers þora ekki að prófa /

Ritskoðaður texti:

Ég er engri lík, frík, Ég er tófa /
Tits mömmusokkar þora ekki að prófa /

3. „FLOKKA LESS

Upprunalegi texti:

Ég ætla að tjilla og fokka less /
Stay young, stay blessed /

Ritskoðaður texti:

Ég ætla að tjilla og flokka less /
Stay young, stay blessed /

4. „NÍPINN

Upprunalegi texti:

Heldurðu að þú höndlir þessa dínamík /
Sjúgðu á mér snípinn, tík /

Ritskoðaður texti:

Heldurðu að þú höndlir þessa dínamík /
Sjúgðu á mér nípinn, lík /

5. „MAMMA ÞÍN SÁ ÞAÐ

Upprunalegi texti:

Vilji ég eitthvað næ ég að fá’ða / 
Því ég er mella og ég motherfucking má það /

Ritskoðaður texti:

Vilji ég eitthvað næ ég að fá´ða /
Því ég er kjélla og mamma þín sá það
/

6. BAUNIN

Upprunalegi texti:

Í slopp og engum buxum /
Ætlar þú að reyna stæla mig? /
Haaa, þá mun ég fokking bræða þig! /

Ritskoðaður texti:

Í slopp og engum buxum /
Ætlar þú að reyna stæla mig? /
Haaa, þá mun ég baunin bræða þig! /

7. PITTURINN

Upprunalegi texti:

Mæti á svæðið, farin eftir korter /
Því ég er alltof feit fyrir þetta shit motherfucker /

Ritskoðaður texti:

Mæti á svæðið, farin eftir korter /
Því ég er alltof fei
t fyrir þennan pitt mömmusokkur /

8. MOBY

Upprunalegi texti:

Þett’er ekki fyrir tussufokkera /
Blauta rúnkara /
Hef rekið mig of oft á besserwissera /
Sem hald’að allir vilja vita hvað þeim finnst /
Fokk it! /

Ritskoðaður texti:

Þett’er ekki fyrir lufsu poppara /
Blauta rúnkara /
Hef rekið mig of oft á besserwissera /
Sem hald’að allir vilja vita hvað þeim finnst /
MOBY! /

Þess má geta að í gegnum árin hefur ríkisútvarp Bretlands (BBC) bannað
fjölmörg lög. Þó svo að þetta sé liðin tíð   að minnsta kosti samkvæmt
forsvarsmönnum stöðvarinnar þá varð þessi viðleitni BBC til þess að hún var
gjarnan kölluð "Auntie Beeb," eða „Beeb frænka“ meðal Breta. 

https://en.wikipedia.org/wiki/...

Þess má einnig geta að í dag (11. maí) frumsýna Reykjavíkurdætur rappleikinn RVKDTR – The Show á Litla sviði Borgarleikhússins. Um er að ræða verk sem hópurinn samdi sjálfur þar sem lög sveitarinnar eru tengd saman með leikþáttum. Hópurinn notar form spjallþátta til þess að segja sögu og koma sinni meiningu á framfæri. 

Nánar: https://www.borgarleikhus.is/s...