Bestu lög 2018—það sem af er árinu: Frank Ocean, Kanye West, SZA

Áhugavert

Árið 2018 er rétt rúmlega hálfnað og ýmislegt hefur drifið á daga jarðarbúa frá upphafi árs—konunglegt brúðkaup, endalok valdatíðar Castro-bræðra í Kúbú, eldgos í Guatemala, áframhaldandi borgarstyrjöld í Sýrlandi.  

Þrátt fyrir misbjarta daga hefur tónlistarútgáfa dafnað, sérstaklega hvað Hip Hop og R&B tónlist varðar, og þó svo að útkoman sé vægast sagt misgóð—er vart hægt að kvarta: áður óútgefið efni frá Prince, sígild ábreiða frá Frank Ocean, plötur frá Cardi B, Kanye West og Pusha T, o.s.frv.

Nýverið leit SKE yfir farinn veg og tók saman 25 lög—í flokki R&B- og rapptónlistar— sem hafa staðið upp úr, að okkar mati, það sem af er árs. Sitt sýnist að sjálfsögðu hverjum (lögin eru ekkert endilega í neinni sérstakri röð):

1. Kanye West feat. Kid Cudi & 070 Shake — Ghost Town
2. Frank Ocean — Moon River (Cover)
3. Pusha T feat. Rick Ross — Hard Piano
4. Prince — Nothing Compares 2 U (unreleased)
5. Anderson .Paak —
Bubblin
6. Drake — Nice For What
7. Kendrick Lamar feat. SZA — All The Stars
8. Leon Bridges — Bad Bad News
9. Silk City (Diplo / Mark Ronson) — Only Can Get Better
10. Tom Misch feat. De La Soul — It Runs Through Me
11. A-Trak feat. Young Thug — Ride For Me
12. Charlie Puth feat. Kehlani — Done For Me
13. Anderson .Paak — 'Til It's Over
14. The Internet — Roll (Burbank Funk)
15. Royce 5'9'' feat. Eminem — Caterpillar
16. Childish Gambino — This Is America
17. Toni Braxton — Long As I Live
18. Czarface & MF Doom — Bomb Thrown
19. Leon Bridges — Bet Ain't Worth the Hand
20. Tinashe feat. Future — Faded Love
21. Kamasi Washington — Street Fighter Mas
22. Drake — God's Plan
23. Cardi B — Be Careful
24. Lou the Human — Sour
25. Post Malone — Better Now

Hér fyrir neðan eru svo lögin í þar til gerðum lagalista á streymisveitunni Spotify.