„Bestu tónlistarmyndböndin eru frá Rocky“—A$AP Rocky: "Tony Tone"

Fréttir

Síðastliðinn 13. desember gaf bandaríski rapparinn A$AP Rocky út myndband við lagið Tony Tone (sjá hér að ofan). Myndbandinu leikstýrði Hidji Films. 

Lagið er að finna á plötunni TESTING sem kom út fyrr á árinu. Platan er aðgengileg á Spotify.


Nokkur samhljómur virðist ríkja á meðal þeirra sem tjá skoðun sína á myndbandinu í athugasemdakerfi Youtube þess efnis að A$AP Rocky sé skrefi framar en flestir rapparar þegar það kemur að gerð tónlistarmyndbanda; tæpur mánuður er liðinn frá útgáfu myndbandsins við lagið Sundress sem þykir einstaklega vel heppnað (sjá hér að neðan).