Big Boi (Outkast) og Adam Levine saman í nýju lagi: Mic Jack

Erlent

Big Boi þekkja flestir sem hinn helmingur tvíeykisins Outkast. Í fyrradag (16. maí) gaf rapparinn út myndband við lagið Mic Jack (sjá hér fyrir ofan) en lagið skartar söngvaranum geðþekka Adam Levine. Mic Jack verður að finna á þriðju hljóðversplötu Big Boi, Boomiverse, sem er væntanleg næstkomandi 16. júní.