Birnir gefur út tvö ný lög í samstarfi við Landsbankann: „Út í geim“ / „Afhverju“

Íslenskt

Það styttist óðum í tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en hátíðin vinsæla fer fram dagana 1. nóvember til 5. nóvember víðs vegar um Reykjavík. 

í tilefni þess sendi rapparinn Birnir – í samstarfi við Landsbankann (sem er jafnframt einn af bakhjörlum hátíðarinnar) – frá sér ofangreind myndbönd þar sem hann flytur tvö ný lög í beinni: Út í geim og Afhverju. Lögin pródúseraði Young Nazareth.

Á sérstakri síðu Landsbankans þar sem lögin eru aðgengileg fylgir eftirfarandi tilvísun:

„Ég var geðveikt lélegur – alveg í svona fjögur ár – en svo varð ég góður.“

– Birnir

Nánar: https://www.landsbankinn.is/ic...

Birnir stígur á svið miðvikudaginn 1. nóvember klukkan 23:20 í Listasafni Reykjavíkur.

Nánar: http://icelandairwaves.is/sche...