Björk rís upp úr hyldýpi ástarsorgarinnar í nýju myndbandi

Tónlist

Í texta lagsins Notget eftir Björk er einfaldri en sláandi staðhæfingu kastað fram, sumsé að sá manneskja sem er umvafin ljósi ástarinnar er óhult fyrir dauðanum, er, í raun, ódauðleg:

You doubted the lights
And the shelter it can give
For in love we are immortal
Eternal and safe from death

Í gær, þann 3. apríl 2017, gaf söngkonan Björk út myndband við fyrrnefnt lag (Notget) á Youtube en lagið er að finna á plötunni Vulnicura sem kom út árið 2015. Leikstjórar myndbandsins eru þeir Warren Du Perez og Nick Thornton Jones. 

Myndbandið mætti túlka sem einskonar ferðalag söngkonunnar frá svörtu hyldýpi ástarsogarinnar til batans, ástarinnar og ljóssins; í byrjun mynbandsins getur að líta knésetta, svartklædda Björk á botni sjávars sem hægt og rólega umvefst ljósi ástarinnar á ný og rís upp frá dauðum.

Notget er nýjasta lag Bjarkar sem fær hina svokallaða sýndarveruleika meðferð en
áður hefur hún gefið út sýndarveruleikamyndbönd við lögin Black Lake og
Stonemilker. Styttist í það að tónleikasería Bjarkar í Los Angeles fari af stað en serían telur 17 tónleika í heildina. 

Nánar: http://entertainment.inquirer....

Hér fyrir neðan eru svo fleiri myndbönd við lög af plötu Bjarkar Vulnicura.