Björk innblásturinn á bak við Youtube-köku: „Bannað að borða—þetta er list.“

Fréttir

Kökuskreytingarkonan Shelby Bower stýrir Youtube-rásinni The Sugar Scoop þar sem hún deilir list sinni með áhugasömum. 

Í fyrradag (11. apríl) gaf hún út nýtt myndband þar sem hún hraðspólar í gegnum ferlið á bak við nýjasta listaverkið—en um ræðir köku sem er innblásin af plötuumslagi Utopia sem íslenska söngkonan Björk gaf út í nóvember í fyrra (sjá hér að ofan). 

Líkt og sjá má á myndbandinu er kakan sláandi lík plötuumslaginu sjálfu. 

Kakan hefur vakið jákvæð viðbrögð meðal notenda Youtube og Reddit: „Bannað að borða—þetta er list.“

Nánar: https://www.reddit.com/r/bjork...