Black Pox gefur út nýtt myndband: ATM (Hraðbanki)

Íslenskt

Black Pox hefur verið sérdeilis iðinn við kolann í ár en ásamt því að hafa gefið út myndbönd við lögin Leyndo og Feluleikur þá hefur hann einnig komið fram á tónleikaröðinni Stage Dive Fest á Húrra og kemur jafnframt til með að stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í júní.

Í tilefni væntanlegrar framkomu á fyrrnefndri tónlistarhátíð, Secret Solstice, sendi
rapparinn frá sér nýtt myndband í dag (6. júní). Lagið ber titilinn ATM (Hraðbanki)
og voru upptökur í höndum Stellu Bjartar Gunnarsdóttur og Stefáns Snorra (sjá hér fyrir ofan). 

Hér fyrir neðan eru svo lögin Leyndo og Feluleikur.

Áhugasamir geta einnig lesið viðtal við Black Pox í SKE hér:

http://ske.is/grein/nylidi-ars...