Blaðamaður SKE þjarmar að Ara Braga: „Horfir einhver á Kórar Íslands?“ (myndband)

SKE Sport

Nýverið kíkti trompetleikarinn og íþróttamaðurinn Ari Bragi Kárason í hljóðver SKE. 

Heimsóknin var liður í nýrri myndbandsseríu SKE sem ber heitið SKE Sport þar sem nýr íþróttamaður kíkir við í hljóðverið í hverri viku og svarar nokkrum laufléttum spurningum.

Fyrsti þáttur seríunnar var fremur óvæginn þar sem spyrillinn þjarmaði að spretthlauparanum viðfelldna á hispurslausan hátt; spurði blaðamaður meðal annars hvort að það væri einhver sem fylgdist með sjónvarpsþáttaröðinni Kórar Íslands á Stöð 2 – þar sem Ari Bragi sinnir dómarastörfum.

„Er þetta í alvörunni fyrsta spurninginn!? Mamma horfir. Mamma er drullusátt með þetta! Mömmu finnst þetta geggjað!“

– Ari Bragi Kárason

Hér er svo hlekkur á viðtal SKE við Ara Braga frá því í fyrra:

http://ske.is/grein/djassinn-e...