Breski rapparinn Jammer í 66° Norður í nýju myndbandi

Fréttir

Síðastliðinn 8. febrúar gaf rapparinn Jammer út myndband við lagið Flows Like Despa (sjá hér fyrir ofan) en lagið, sem og myndbandið, hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda rapparans – og þá sérstaklega skot Jammer á þjálfara enska knattspyrnuliðsins Arsenal:

I grew up in a shack that could drop like Jenga /
Man can't manage that shit like Wenger /

Eins og gefur að skilja hefur Arsene Wenger ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið en liðið hans situr í 6. sæti ensku deildarinnar og tapaði nýverið fyrir Tottenham.

Athygli vekur einnig að í myndbandinu spókar rapparinn sig um í úlpu frá íslenska fatafyrirtækinu 66° Norður. Um ræðir Tindur úlpuna vinsælu sem rataði meðal annars inn á vefsíðuna HypeBeast í fyrra.

Nánar: https://hypebeast.com/2017/11/...

Jammer heitir réttu nafni Jahmek Power og er fæddur þann 3. júní 1982. Hefur hann starfað með þekktum röppurum innan ensku Grime senunnar, þar á meðal Skepta, Stormzy og Lethal Bizzle.