Kronik færist yfir á föstudaga á milli 18:00 og 20:00 á X-inu 977

Fréttir

Útvarpsþátturinn Kronik snéri aftur síðastliðinn 26. nóvember eftir um það bil 10 ára pásu. 

Síðan þá hafa þeir Róbert Aron (DJ Rampage) og Benedikt Freyr (DJ B-Ruff) stýrt hátt í fjörtíu þáttum á X-inu 977 en framvegis mun þátturinn fara í loftið sérhvern föstudag á milli 18:00 og 20:00 (ekki á laugardögum).

Gestir þáttarins á morgun verða Reykjavíkurdætur (ásamt öðrum góðum gestum) en í dag gáfu þær út myndband við lagið Reppa heiminn (sjá hér fyrir neðan) í samstarfi við Röggu Holm. Af nógu verður að taka í ljósi þess að árið 2017 hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt hjá Dætrunum; ásamt því að setja upp sýningu í Borgarleikhúsinu komu þær einnig fram á G! Festival í Færeyum og heldur tónleikaferðalagið áfram í ágúst fram í nóvember.