Bríet flytur "Dino" í hljóðveri Sýrlands—lagið tileinkað kærastanum

Sýrland Sessions


Í nýjasta þætti vefseríunnar Sýrland Sessions flytur söngkonan Bríet lagið Dino í hljóðveri Sýrlands (sjá hér að ofan). Magnús Jóhann Ragnarsson lék á píanóið. 

Líkt og fram kemur í viðtalinu er lagið tileinkað kærasta Bríetar, sem gengur undir viðurnefninu Dino: 

„Ég fæ oft þessa spurningu: Af hverju lagið heitir "Dino"? Það er bara einfaldlega vegna þess að það er um kærastan minn. Hann hefur oft verið kallaður "Dino" ... og ástæðan fyrir því að þetta lag var til er einfaldlega vegna þess að ég elska kærastan minn svo mikið.“

– Bríet

Í þessum rituðu orðum situr lagið Dino í 28. sæti á lista Spotify yfir mest spiluðustu lögin á streymiveitunni á Íslandi.