BRÍET í aðalhlutverki í nýju myndbandi Ólafs Arnalds: "unfold"

Fréttir

Í dag (8. júní) gaf tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds út myndband við lagið unfold (sjá hér að ofan). 

Myndbandinu leikstýrði Þóra Hilmarsdóttir og er það söngkonan Bríet sem fer með aðalhlutverkið en um ræðir sjálfstætt framhald af myndbandinu re:member sem Ólafur Arnalds gaf út í apríl. 

Í samtali við SKE eftir hádegi í dag lýsti Þóra Hilmarsdóttir myndbandinu í stuttu máli:

„Þetta er annað myndbandið sem ég leikstýri fyrir Ólaf Arnalds ... í fyrra myndbandinu við lagið ('re:memeber') kynnumst við síðustu kynslóð manna á jörðinni og fylgjum söguhetjunni eftir í gegnum súrt og sætt. Í þessu myndbandi er söguhetjan af sömu kynslóð, en í þetta skipti ung kona. Við skutum myndbandið í byrjun mars, þegar allir stormarnir voru, þannig að það var smá kalt til sjóhífingar—en Bríet stóð sig eins og algjör 'trooper.'“

– Þóra Hilmarsdóttir

Unfold verður að finna á nýrri plötu Ólafs Arnalds, re:member, sem er væntanleg næstkomandi 24. ágúst.