Bríet og GKR á Húrra á morgun (11. apríl)

Viðburðir

Þann 11. apríl stíga rapparinn GKR og söngkonan BRÍET á svið á skemmtistaðnum Húrra í Reykjavík. 

Nánar: https://www.facebook.com/event... 

BRÍET gaf nýverið út sína fyrstu EP plötu (sjá hér fyrir neðan). Platan ber titilinn 22.03.99 og hefur hún hlotið fínar viðtökur. Platan geymir meðal annars lagið In Too Deep en myndband við lagið kom út skömmu fyrir útgáfu plötunnar. Ásamt því að hafa komið fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í mars steig BRÍET einnig á svið í Stokkhólmi stuttu síðar. 


GKR þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um íslenskt rapp en allt frá útgáfu lagsins Morgunmatur hefur rapparinn verið fyrirferðarmikill í senunni. Síðast gaf GKR út lagið Geimvera á Spotify og þar áður gaf hann út myndbönd við lögin Upp og Nei Takk. 

Miði á tónleikana kostar litlar 1.500 krónur. 

Hér fyrir neðan má svo sjá viðtöl við BRÍETI og GKR sem SKE tók fyrr á árinu.