Tók myndbandið upp fyrst, lagið seinna: Bróðir BIG gefur út Rekkógnæs

Íslenskt

Síðastliðinn 19. júlí kom platan Hrátt Hljóð eftir rapparann Bróður BIG út á Spotify. Um ræðir fyrstu breiðskífu Bróður BIG en platan inniheldur 17 lög þar sem fjöldinn allur af góðum gestaröppurum kemur við sögu og má þar helst nefna Gísla Pálma, BófaTófu og MC Bjór.

Nánar: http://ske.is/grein/brodir-big...

Í dag (31. júlí) sendi Bróðir BIG svo frá sér myndband við lagið Rekkógnæs (sjá hér fyrir ofan) sem er jafnframt að finna á fyrrnefndri plötu.

Í samtali við SKE í morgun lýsti rapparinn tilurð lagsins á eftirfarandi veg:

„Ég var staddur í fríi á Tenerife með fjölskyldunni fyrir einu og hálfu ári síðan og var ekkert að spá í því að taka upp rappvídjó en svo ákváðum við að kíkja til höfuðborgarinnar Santa Cruz og þegar ég kem þangað sé ég að það er svakaleg ,graffiti' menning þar og ég bara varð að nýta tækifærið. Lagið Rekkógnæs varð fyrir valinu einfaldlega vegna þess að takturinn við það lag var sá eini sem ég var með á spilaranum mínum. Ég var ekki einu sinni byrjaður að taka upp plötuna á þessum tíma. En þetta er samt eitt af uppáhalds lögunum mínum af plötunni og klárlega lag sem ég hefði viljað gera myndband við. Rannveig Anna Guðmundsdóttir konan mín tók þetta upp og leikstýrði mér og Trausti Atlason klippti. Góður vinur setti svo loka ,touch-ið' á þetta og gerði þetta meira pro fyrir okkur.“

– Bróðir BIG

Að lokum má þess geta að taktsmiðurinn og rapparinn Gráni pródúseraði lagið en hann pródúseraði tvö önnur lög á plötunni, þ.á.m. titillagið. Myndband við það lag, Hrátt Hljóð, auk eins annars eru svo væntanleg á næstu vikum eða mánuðum samkvæmt Bróður BIG.