Bubba Sparxxx snýr aftur: nýtt myndband með Yelawolf (YGMFU)

Erlent

Rapparinn Bubba Sparxxx sló í gegn árið 2001 með laginu Ugly en lagið er að finna á plötunni Dark Days, Bright Nights sem skartaði stórskotaliði pródúsenta, þar á meðal Timbaland og Scott Storch. 

Í kjölfarið gaf rapparinn út lögin Deliverance (2003) og Ms. New Booty (2005) sem fengu talsverða spilun í útvarpi vestan hafs en síðan þá hefur honum ekki tekist illa að endurtaka leikinn.

En Bubba Sparxxx er ekki dauður úr öllum æðum. 

Í fyrra gaf hann út plötuna The Bubba Mathis EP sem inniheldur meðal annars lagið YGMFU (You Got Me Fucked Up). Viðlagið syngur Yelawolf og myndband við lagið kom út síðastliðinn 12. júní (sjá hér fyrir ofan). 

Fínasta lag hér á ferðinni: sumarlegt, grípandi með smá kántrí keim sem ber að vænta frá suðurríkja-rapparanum.

Underpay me, overwork me, you won’t convert me /
To a bitter quitter ten years over 30 /