Cell 7 frumsýnir nýtt myndband á föstudaginn: "City Lights"

Viðburðir

Næstkomandi föstudag (6. október) ætlar Cell 7 að frumsýna myndband við lagið City Lights á Prikinu (sjá stiklu hér fyrir ofan). Lagið pródúseraði Gnúsi Yones – oftast kenndur við Amaba Dama og Subterranean – og verður lagið að finna á væntanlegri plötu Cell 7.

„Þá er allt klappað og klárt og kominn tími á að frumsýna mitt fyrsta myndband við lagið City Lights. Við ætlum að skála fyrir því á Prikinu núna á föstudaginn og renna því nokkru sinnum í gegn.“

– Cell 7

Nánar: https://www.facebook.com/event...

Kvöldið hefst klukkan 22:00 og verður bjór í boði fyrir þá fyrstu þyrstu. Í kjölfar frumsýningarinnar tekur plötusnúðurinn DJ Kocoon við frá miðnætti.

Þess má einnig geta að Cell 7 kemur fram á Stúdentakjallaranum daginn eftir (7. október) þar sem hún ætlar að flytja „helling af nýju efni.“ Fram koma einnig Two Toucans og Auður.