Cell7 gefur út lagið "Peachy" á Spotify

Fréttir

September síðastliðinn var rapparinn Cell7 gestur viðtalsseríunnar Í bílnum (sjá neðst). Ásamt því að ræða tónlistina og tilveruna flutti Cell7 einnig lagið Peachy á fleygiferð um götur Reykjavíkur. 

Nú, tæpum sex mánuðum síðar, rataði lagið loks inn á Spotify (sjá hér að neðan). 

Takt lagsins smíðaði Fonetik Simbol—sem er einn af forsprökkum hljómsveitanna Two Toucans, Original Melody og Cheddy Carter—en líkt og fram kom í fyrrnefndu viðtali vinna Cell7 og Fonetik Simbol nú að gerð nýrrar plötu. Ekki liggur útgáfudagsetning plötunnar fyrir að svo stöddu.  

Síðast gaf Cell7 út lagið Right Thing í samstarfi við tvíeykið Two Toucans. Lagið er einnig aðgengilegt á Spotify.