Chance the Rapper bregður sér í gervi Lyft bílstjóra: „Kanye er ágætur—en Chance er betri.“

Fréttir

Í gær (15. október) gaf bandaríska fyrirtækið Lyft út myndband í samstarfi við rapparann Chance the Rapper þar sem hinn síðarnefndi bregður sér í gervi óbreytts bílstjóra og spjallar við grunlausa farþega um lífið og veginn (sjá hér að ofan). 

Tilurð myndbandsins á rætur að rekja til góðgerðasamtakanna The New Chance Fund sem Chance the Rapper stofnaði til stuðnings ríkisskóla í Chicago. Þá er myndbandið framleitt í því augnamiði að vekja athygli á samtökunum.

Ásamt því að semja rímur af munni fram forvitnast Chance the Rapper einnig um tónlistarsmekk farþega og talar, undir rós, fyrir eigin ágætum:

„Ég viðurkenni að Kendrick er virkilega góður rappari en er hann betri en Chance? Það er spurningin.“

– Chance the Rapper

Einnig vísar Chance iðulega í eigin lagasmíð án þess að einn einasti farþegi kveiki á perunni.