Cream Clout bregðast við Bent: „Hvern fjandinn er að gerast!?“

Tónlist

Undanfarna mánuði hafa þeir Curls og Marc hjá Youtube rásinni Cream Clout stytt sér stundir með því að bregðast við myndböndum á netinu (rásin státar sig af rúmlega 24.000 áskrifendum). 

Frá stofnun rásarinnar hafa þeir félagar sýnt íslensku rappi sérstakan áhuga; frá byrjun árs 2017 hafa Cream Clout rýnt í myndbönd frá Emmsjé Gauta, Úlfi Úlfi, Herra Hnetusmjör, GKR og Aroni Can. 

Í dag (6. maí) birtu svo Curls og Marc nýtt myndband þar sem þeir horfa á myndband Bents við lagið Baraseira. Að vanda eru þeir talsvert hneykslaðir á íslenskri rappmenningu, sérstaklega þegar rapparinn bregður sér út í sveit í réttir:

"N#$a, word. You ridin' a ram, bruh. And we ain't talking no Dodge Ram."

– Curls

Nánar: https://www.youtube.com/channe...