CYBER flytur Drullusama í beinni í Kronik

Tónlist

10. þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið síðastliðið laugardagskvöld (11. febrúar). Gestir þáttarins voru þau Salka Valsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Jóhanna Rakel Jóhannsdóttir úr hljómsveitinni CYBER, samstarfsverkefni sem á rætur sínar að rekja til Reykjavíkurdætra.

Ásamt því að spjalla stuttlega við Róbert Aron og Benedikt Frey fluttu þær einnig lagið Drullusama í beinni. Lagið er að finna á fyrstu plötu sveitarinnar CRAP sem kom út í fyrra. 

„Lagið fjallar um það þegar maður vaknar óvart ekki heima hjá sér, eða með manneskju sem manni langar ekki að hafa við hliðina á sér, og langar bara að manneskjan fari – eða langar bara að fara ... ef þú ert í þessari stöðu settu bara á þetta lag og manneskja fattar alveg hvað er að gerast.“

– CYBER

CYBER gaf einnig út EP plötuna BOYS síðastliðinn 1. janúar 2017. Lesendur geta nálgast viðtal við tvíeykið á ske.is hér fyrir neðan:

http://ske.is/grein/tok-edru-v...