Dabbi T flytur lagið Glanni af mikilli innlifun í Kronik

Tónlist

15. þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið síðastliðið laugardagskvöld (18. mars). Gestir þáttarins voru rappararnir Dabbi T og Dadykewl en báðir tóku þeir eitt lag í beinni ásamt því að rappa yfir sígild bít frá gamla skólanum.

Hér fyrir ofan má sjá Dabba T flytja lagið Glanni í beinni en lagið má finna á smáskífunni sem kom út á Spotify í mars. Rapparinn var í miklu stuði og óhætt er að segja að hann hafi lifað sig hressilega inn í flutninginn.

Rétt áður en rapparinn flutti lagið þakkaði hann umsjónarmönnum þáttarins kærlega fyrir boðið: 

„Áður en ég rappa, þá verð ég eiginlega að koma með smá játningu: Þessi 15 ára Davíð, sem sat heima á Hiphop.is, öll kvöld, að hlusta á gamla Kronik þætti – Elvar og Bent og alla þessa karla að vera ,freestyle-a' í þættinum – sá Davíð er ,head-over-heels honored'; það hefur verið langþráður draumur að koma í þáttinn.“

– Dabbi T

Hér fyrir neðan má svo sjá myndband við lagið King sem má einnig finna á fyrrnefndri smáskífu: