Dabbi T frumsýnir nýtt myndband: „King”​​

Tónlist

Í dag föstudaginn 17. febrúar gefur rapparinn Dabbi T út stuttskífuna á Spotify en platan inniheldur þrjú lög: King, Glanni og Hún vol. 2.  

Í tilefni útgáfunnar sendi rapparinn frá sér myndband við fyrsta lag plötunnar (King)Leikstjóri myndbandsins er Brynjar Birgisson og er það tekið upp í Bláfjöllum. 

„Í myndböndum við svona lög eru menn yfirleitt umkringdir bikíní gellum á B5. En ég vildi gera eitthvað öðruvísi og skellti mér í fremur hallærislegan skíðagalla og dembdi mér í brekkurnar. Með því vildu ég og Brynjar breyta út af vananum og reyna að snúa þema lagsins á haus.”

– Dabbi T (Vísir.is)

Tíu ár eru liðin frá því að Dabbi T gaf út plötuna Óheflað málfar en í fyrra ákvað rapparinn að dusta rykið af hljóðnemanum með útgáfu lagsins Blár. Í viðtali við Vísi í dag lýsir Dabbi T nýju plötunni í stuttu máli:  „Skífan fer allan skalann. Glanni er uppgjör við kvennamál fortíðarinnar, Hún vol. 2 fjallar um stelpu sem skildi mig eftir í reyk, á meðan King mærir og upphefur mig.“