Dadykewl hermir óaðfinnanlega eftir Ella Grill (myndband)

Tónlist

Síðastliðinn 18. mars fór 15. þáttur útvarpsþáttarins Kronik í loftið á X inu 977. 
Gestir þáttarins voru rappararnir Dabbi T og Dadykewl en ásamt því að flytja lagið Ástralía í beinni spjallaði hinn síðarnefndi við Benedikt Frey og Róbert Aron, umsjónarmenn þáttarins. 

Í viðtalinu sagðist Dadykewl vera að vinna að nýju efni ásamt pródúsentnum BNGR BOY (stundum kallaður Marteinn). Einnig hermdi hann eftir rapparanum og listamanninum Ella Grill á sérdeilis gallalausan máta (sjá hér fyrir ofan / ca. 02:00) en Dadykewl var gestur á laginu Popp í Reykjavík eftir Shades of Reykjavík.

„Það var ógeðslega gaman að vinna með þeim (Shades of Reykjavík). Þeir eru snillingar ... S/O á Ella. Ég elska þig.“

– Dadykewl

Hér fyrir neðan má sjá Dadykewl flytja lagið Ástralía í beinni ásamt 
goðsagnakenndu ,spit-i' frá Ella Grill í Kronik.