Prikið í kvöld—Dadykewl frumsýnir nýtt myndband: "Klakarnir" feat. Alvia

Fréttir

Í kvöld (17. maí) frumsýnir tónlistarmaðurinn Dadykewl nýtt myndband á Prikinu. Lagið ber titilinn Klakarnir og skartar rapparanum Alviu. Myndbandinu leikstýrði Baldvin Vernharðsson.

Ásamt því að frumsýna myndbandið mun Dadykewl einnig stíga á svið ásamt Alviu, Völu Crunk og DJ Thaison. Herlegheitin hefjast kl. 21:00.

Nánar: https://www.facebook.com/event...

Lagið Klakarnir verður að finna á plötunni Klámstjarna sem Dadykewl gefur út næstkomandi 24. maí. Í samtali við SKE í morgun hafði Dadykewl þetta að segja um tilurð lagsins:

„Ég smíðaði takt lagsins og fyrsta erindi þess á meðan ég horfði á japönsku manga seríuna Death Note í stofunni heima. Af einhverjum ástæðum skúffaði ég lagið í u.þ.b. sex mánuði en í millitíðinni fæddist viðlagið. Ég var svo með viðlagið á heilanum í nokkrar vikur áður en ég talaði við Alviu. Í kjölfarið bjuggum við til þetta koncept og kláruðum loks lagið.“

– Dadykewl

Þess má geta að í kjölfar frumsýningarinnar ætla DJ Yamaho og Óli Hjörtur að fagna sumrinu með því að þeyta skífum frá gamla skóla Hip Hop og R&B tónlistar. Ætla þau aðeins að spila lög frá tíunda áratugnum.

Nánar: https://www.facebook.com/event...

Hér fyrir neðan eru svo lögin Ástralía eftir Dadykewl og Sólsetrið sem Dadykewl samdi í samstarfi við taktsmiðinn Bngrboy (SAMA-SEM).