Dadykewl og BNGRBOY (SAMA-SEM) gefa út nýtt myndband: Sólsetrið

Íslenskt

Rúm vika er liðin frá því að tvíeykið SAMA-SEM – sem samanstendur af þeim Dadykewl og BNGRBOY – frumsýndu myndband við lagið Sólsetrið á Prikinu.

Í dag (19. ágúst) rataði myndbandið loks á Youtube (sjá hér fyrir ofan) en ein sena bættist við myndbandið eftir að það var frumsýnt. 

Þess má einnig geta að SAMA-SEM var gestur útvarpsþáttarins Kronik á X-inu  977 í kvöld. Í viðtalinu kom fram að plata frá tvíeykinu væri væntanleg von bráðar.

SKE mun birta myndband af viðtalinu eftir helgi: "Stay tuned."