Danssmellur sumarsins fundinn—Ciara: "Level Up"

Fréttir

Í gærkvöld (18. júlí) gaf bandaríska söngkonan Ciara út myndband við lagið Level Up (sjá hér að ofan) en um ræðir fyrsta lagið sem söngkonan gefur út frá því að platan Jackie kom út árið 2015. 

Dansinn í myndbandinu samdi Parris Goebel og er það ReQuest Dance hópurinn sem leikur listir sínar í myndbandinu (ekki kemur fram hver leikstýrði myndbandinu). Lagið pródúseraði DJ Telly Tellz.

Hér fyrir neðan er svo platan Jackie á Spotify.