Dillalude tekur Fall In Love (Slum Village) á Sónar

Tónlist

Eins og fram kom í gær á Ske.is var hljómsveitin Dillalude einn af hápunktum 
Sónar hátíðarinnar að mati SKE en hljómsveitin sérhæfir sig í því að flytja og túlka 
tónlist Jay Dilla (Jay Dee) í lifandi tónum á sviði. 

Hljómsveitin samanstendur af þeim Magnúsi Tryggvasyni, Steingrími Teague, 
Benedikt Frey (DJ B Ruff) og Ara Braga Kárasyni. Bassaleikarinn Andri Ólafsson 
var einnig með Dillalude á sviði. Hljómsveitin kom  fram á undan Kött Grá Pje í 
Silfurbergi á laugardagskvöldinu.

Hér fyrir ofan má sjá hljómsveitina túlka lagið Fall In Love eftir Jay Dilla sem finna 
má á plötunni Fantastic, Vol. 2 (hér fyrir neðan má einnig hlýða á lagið í 
upprunalegri útgáfu).