DJ B-Ruff með eldheita syrpu í Club Kronik

Kronik

22. þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið síðastliðið laugardagskvöld (6. maí). Eru umsjónarmenn þáttarins jafnframt á því að þetta hafi verið einn þéttasti þátturinn til þessa. 

Gestir þáttarins voru þeir Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson, betur þekktir sem tvíeykið Úlfur Úlfur. Fluttu þeir eitt lag í beinni ásamt því að flytja nokkrar vel valdar rímur yfir vel valinn bít frá Benna B-Ruff. Myndbönd af herlegheitunum mun rata inn á Ske.is á allra næstu dögum. 

Einnig sá DJ B-Ruff sjálfur um Club Kronik lið þáttarins (sjá hér fyrir ofan). 

Syrpan inniheldur lög á borð við Kisses Down Low eftir Kelly Rowland og Mike Will Made It, endurhljóðblandaða útgáfu af laginu So Fresh, So Clean eftir Outkast og We'll Be Fine eftir Drake. 

Útvarpsþátturinn Kronik er í loftinu sérhvert laugardagskvöld á X-inu 977 á milli 17:00 og 19:00.