DJ B-Ruff með logheita syrpu til heiðurs Arons Can

Tónlist

15. þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið síðastliðið laugardagskvöld (18. mars). Gestir þáttarins voru rappararnir Dabbi T og Dadykewl en báðir tóku þeir eitt lag í beinni ásamt því að rappa yfir sígild bít frá gamla skólanum.

DJ B-Ruff var einnig í miklu stuði en hann flutti meðal annars 15-mínútna langa syrpu tileinkaða Aroni Can (sjá hér fyrir ofan). Syrpan inniheldur lög á borð við Rúllup, Daglega, Enginn mórall, Fullir vasar ásamt eftirminnilegu rappi sem ungstirnið fór með í beinni síðast þegar hann heimsótti Kronik (sjá hér fyrir neðan).

Útvarpsþátturinn Kronik er í loftinu sérhvert laugardagskvöld á milli 17:00 og 19:00 á X-inu 977. Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Róbert Aron Magnússon og Bendikt Freyr Jónsson.